Music is my sport

Í undirbúningi okkar fyrir landsleiki hjá A-landsliði kvenna í knattspyrnu horfum við alltaf á mótiverandi vídeó.  Yfirleitt bý ég þau sjálfur til en stundum lærum við af öðrum, jafnvel af einhverjum í allt öðrum geira.  Hér er vídeó sem ég sýndi stelpunum í síðasta landsliðsverkefni.

Ne-Yo er frábær söngvari, lagahöfundur, tónlistarframleiðandi, dansari og leikari.  Hann hefur unnið Grammy verðlaun og samið metsölulög fyrir fjölmarga af fremstu söngvurum og söngkonum í heimi. Ne-Yo er afreksmaður á sínu sviði. Í þessu vídeói má sjá hvernig hann nálgast “íþróttina sína” – sem er tónlist.  Í vídeóinu felst margvíslegur lærdómur sem þú getur tileinkað þér ef þú vilt ná árangri.  Hver er” íþróttin þín” og hvernig nálgast þú hana?

 

Leave a Comment