Umsagnir

Umsagnir viðskiptavina:

“Siggi Raggi hefur hjálpað mér að taka mörg skref í rétta átt til að komast á hærra stig í íþróttagrein minni.  Hann er með mikla þekkingu og hefur reynslu af því að vinna með fólki sem þarf að standast allskyns áskoranir”

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir,

Íþróttamaður ársins 2017 og keppandi á LPGA mótaröðinni í golfi

 

 

 

 

 

“Sigurður Ragnar Eyjólfsson var fenginn til að vera gestafyrirlesari á starfsdegi hjá Landsbankanum.  Um 750 starfsmenn bankans tóku þátt í starfsdeginum og var innlegg Sigurðar Ragnars allt í senn; hvetjandi, fróðlegt og skemmtilegt. Það sem kveikti áhuga okkar á að fá Sigurð Ragnar var fyrst og fremst vegna frábærs árangurs hans sem landsliðsþjálfara en einnig höfðum við heyrt af því að fyrirlestrar hans væru mjög góðir.  Nálgun Sigurðar á því hvað þarf til að ná árangri og að tileinka sér hugarfar sigurvegarans náði vel í gegn til starfsmanna og á jafn vel við fyrirtækjarekstur eins og íþróttir.  Fyrirlestur hans stóð undir væntingum og gott betur.”

Atli Atlason
Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans

 

“Sigurður Ragnar hélt fyrirlestur haustið 2009 á 200 manna ráðstefnu sem Verkefnastjórnunarfélag Íslands og MPM félagið stóðu fyrir. Fyrirlesturinn var mjög lifandi, fræðandi og áhugaverður í alla staði, stjórnendur og verkefnastjórar geta lært margt af Sigurði Ragnari í tengslum við markmiðasetningu, hvatningu og eftirfylgni í verkefnum eða í hópavinnu.”

Viktor Steinarsson, ráðstefnunefnd

 

“Sigurður Ragnar var meðal fyrirlesara á málfundi í Garðabæ sem bar heitið Frami og fjölskyldulíf . Rúmlega 200 konur sóttu fundinn sem haldinn var í því skyni að hvetja konur til þess að láta til sín taka en standa ekki aðgerðarlausar á hliðarlínunni.
Frábær árangur Sigurðar við þjálfun kvennalandsliðsins í knattspyrnu var það sem kveikti áhuga okkar og það er að óhætt að segja að Sigurður stóð undir væntingum okkar og gott betur. Fyrirlesturinn var bæði fróðlegur, skemmtilegur og hvetjandi og ýtti við mörgum kvennanna á fundinum eins og fram kom í umsögn þeirra um fyrirlesturinn”.

Gullveig Sæmundsdóttir, blaðamaður

 

„Fyrirlestrar Sigurðar Ragnars voru skipulagðir, vel unnir og skemmtilegir.  Auk þess að vera fróðlegir og gagnlegir bæði knattspyrnumönnum og þjálfurum.  Við leggjum mikla áherslu á að bæta stöðugt hugarfar knattspyrnumanna Njarðvíkur þannig að þeir nái sem bestum árangri.   Fyrirlestrarnir voru mikilvægur þáttur á þeirri leið. Aðalþjálfari yngri flokka sagði nokkru eftir fyrirlestrana að hann tæki eftir breytingu á hegðun þjálfara og iðkenda eftir fyrirlestrana.  Hann sagði ennfremur að efni fyrirlestrana ætti eftir að hafa áhrif á félagið langt umfram það sem við gerðum okkur grein fyrir“.

Halldór Rósmundur Guðjónsson,
Formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Njarðvíkur

 

“Siggi Raggi hélt fyrirlestur um hvað þarf til að ná árangri og hugarfar sigurvegarans á æfingahelgi hjá afrekskylfingum Golfsambands Íslands.  Eftir fyrirlesturinn voru allir meira sannfærðir um hvað þarf til að verða afreksmaður í íþróttum“.

Karl Ómar Karlsson, þjálfari hjá Golfsambandi Íslands

 

Ánægðir viðskiptavinir:

  • Forstöðumenn Icelandair
  • Landsbankinn
  • Arion banki
  • U-21 landslið karla í knattspyrnu
  • U-17 ára landslið kvenna í knattspyrnu
  • Afrekskylfingar Golfsambands Íslands
  • HS Orka og HS Veitur
  • Kraftur – Stuðningsfélag krabbameinssjúkra
  • Gerpla
  • Skýrr
  • Stjórnvísi
  • Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur
  • Landslið Íslands í keilu
  • NOVA
  • Spírurnar – Kvenstjórnendur Íslandsbanka
  • KFUM
  • HugurAx
  • Flensborgarskóli
  • Afrekshópur Fjölbrautaskólans í Garðabæ
  • Afturelding – þjálfarar, foreldrar og iðkendur leikmanna í öllum deildum
  • Víkingur – Meistaraflokkur karla í knattspyrnu
  • ÍA – allar deildir
  • Meistaraflokkur kvenna í handbolta hjá Val, Stjörnunni, Fram og Haukum
  • Þór Akureyri – Meistaraflokkur karla í körfuknattleik
  • Íslandsbanki
  • LeiðtogaAuður
  • Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
  • Knattspyrnusamband Íslands
  • Frjálsíþróttasamband Íslands
  • Sundfélag ÍA
  • Afreksbraut ÍAK og Fjölbrautaskóla Suðurlands
  • Nói og Siríus
  • Nemendur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla
  • Nemendur Verzlunarskóla Íslands
  • Kennarar og stjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti
  • Nemendur Réttarholtsskóla
  • Stjórnendur HB Granda
  • Hjálparsveit skáta í Reykjavík
  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands
  • Sjúkraþjálfarar Landspítalans
  • Stjórnendur Landspítalans
  • Reiknistofa bankanna
  • Fjármálaeftirlitið
  • Katla
  • 1912
  • Skokkhópur Lauga
  • Saga fjárfestingarbanki
  • Fjárstoð og Deloitte
  • Foodco
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Háskóli Íslands
  • og margir fleiri… – pantaðu fyrirlestur á siggiraggi73@gmail.com eða hjá Sigga Ragga í síma 848-8040.