Einstaklingsráðgjöf til íþróttafólks – Nýjung á siggiraggi.is

Ert þú metnaðarfullur íþróttamaður eða íþróttakona sem vilt vinna markvisst með hugarfarslega þætti til að hámarka árangurinn þinn eða til að stíga næsta skref í íþróttinni þinni?

Viltu ná í fremstu röð en einhver 1-2 hugarfarsleg atriði eru að hamla því að þú náir topp árangri?

Viltu einstaklingsráðgjöf sem er sérsaumuð að því hver þú ert og passar inn í prógrammið þitt?

Áttu við einhvers konar vandamál að etja sem eru að hamla þér við æfingar eða keppni?

Eða ertu góður en vilt verða ennþá betri í því sem þú ert að fást við?

Einstaklingsráðgjöf gæti verið málið fyrir þig.

Pantaðu tíma hjá mér og við hittumst og spjöllum og stefnum saman á að þú náir betri árangri í því sem þú ert að fást við.

 

Nokkur dæmi um efnisþætti sem ég hef verið að vinna með í einstaklingsráðgjöf:

 • Að bæta sjálfstraust
 • Að höndla streitu (stress)
 • Markmiðssetning fyrir einstaklinginn til árangurs
 • Ímyndunarþjálfun (sjónmyndaþjálfun, imagery)
 • Styrkleikagreining
 • Keppniskvíði/keppnisleiði
 • Mótivering – áhugahvöt
 • Andlegur undirbúningur fyrir æfingar og keppni
 • Sjálfstal
 • Ráðgjöf um næsta skref á íþróttaferlinum
 • Ráðgjöf og aðstoð við að komast í skóla til Bandaríkjanna á skólastyrk í knattspyrnu
 • Ráðgjöf um þjálfun
 • og margt fleira því engir tveir einstaklingar eru nákvæmlega eins…

Siggi Raggi menntun:

 • Íþróttafræðingur frá University of North Carolina at Greensboro
 • Hef lokið Mastersnámi í æfinga- og íþróttasálfræði frá University of North Carolina at Greensboro
 • UEFA Pro licence þjálfari frá enska knattspyrnusambandinu, hæsta stig menntunar í knattspyrnuþjálfun innan Evrópu

Siggi Raggi reynsla:

 • 7 ár A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu (2007-2013)
 • 12 ár fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands (2002-2013)
 • 1 ár þjálfari ÍBV í meistaraflokki karla í Pepsídeild 2014
 • Atvinnumaður í knattspyrnu í næstefstu deild í Englandi og efstu deild í Belgíu (1999-2002)
 • Ráðgjöf, kennsla og fyrirlestrahald hjá fyrirtækjum, íþróttafélögum, íþróttasamböndum, stjórnendum fyrirtækja o.s.frv. (2002-2014)
 • Ráðgjöf til íþróttafólks á öllum aldri og öllum getustigum, í fjölmörgum mismunandi íþróttagreinum (2002-2014)

 

Hafðu samband og vinnum saman í að gera þig betri!

Siggi Raggi

siggiraggi73@gmail.com

848-8040

 

 

 

Posted in Uncategorized by Siggi Raggi. No Comments

Fyrirlestravertíðin að byrja á Siggiraggi.is

Nú er fyrirlestravertíðin að byrja.  Ég hef haldið marga fyrirlestra á árinu bæði fyrir stór fyrirtæki og smá, félagasamtök, skóla, íþróttafélög o.s.frv.

Hér eru nokkur dæmi um ánægða viðskiptavini sem ég hef haldið fyrirlestra hjá undanfarið:

Eimskip – “Markmiðssetning til árangurs” – Námskeið í markmiðssetningu fyrir starfsmenn Eimskips

Olís – “Listin að ná árangri” fyrirlestur fyrir stjórnendur Olís.

Félag sjúkraþjálfara – “Hvað þarf til að ná árangri?” – Fyrirlestur á degi sjúkraþjálfunar

Knattspyrnusamband Íslands – Kennsla og ráðgjöf á UEFA A þjálfaranámskeiði KSÍ

Verzlunarskóli Íslands – “Ég get það sem ég vil” fyrirlestur fyrir nemendur Verzló.

Ölgerðin – “Hvað þarf til að ná árangri?”

Fjölbrautaskóli Vesturlands – “Hvað þarf til að ná árangri” – Fyrirlestur á Heilsudögum fyrir nemendur skólans.

Fulltingi slf – “Hvað þarf til að ná árangri?”

Endurmenntun Háskóla Íslands – “Markmiðssetning, 1% hlutir og styrkleikagreining – Fyrirlestrar fyrir Leiðtogalínu Endurmenntunar HÍ

Félag atvinnurekenda – “Hvað þarf til að ná árangri?”

Fjölbrautaskóli Suðurnesja – “Hvað þarf til að ná árangri?” – Fyrirlestur fyrir nemendur afreksíþróttabrautar

Pro Events – “Fyrirlestur um markmiðasetningu” – Fyrirlestur fyrir starfsfólk BL

Verkís – “Hvað þarf til að ná árangri?” – Fyrirlestur fyrir starfsmenn Verkís

 

Undir liðnum “Umsagnir” hér að ofan má sjá umsagnir um nokkra fyrirlestra frá mér.

Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á að fá fyrirlestur frá mér eða ef þú vilt fá frekari upplýsingar.   Ég er með fyrirlestra sem henta hvort sem er starfsmönnum eða stjórnendum í öllum geirum, fyrir alla sem vilja verða betri í því sem þeir taka sér fyrir hendur.

 

Siggi Raggi

siggiraggi73@gmail.com

sími 848-8040

 

Posted in Uncategorized by Siggi Raggi. No Comments

Ein grein eða margar fyrir barnið mitt? Hvernig nær það langt?

Þegar ég var lítill átti ég besta vin sem mátti aldrei koma að leika við mig eftir skóla fyrr en hann var búinn að æfa sig í klukkutíma á hljóðfærið sem hann var að læra að spila á. Þetta var regla hjá foreldrum hans.  Honum fannst oft hundleiðinlegt að æfa sig og mér fannst það strangt hjá foreldrum hans en í dag er hann atvinnu tónlistarmaður, mjög eftirsóttur og spilar með bestu hljómsveitum landsins og elskar að spila á hljóðfærið sitt.  Það var í upphafi kannski pressa frá foreldrunum að hann byrjaði að læra á hljóðfærið enda var annað foreldri hans tónlistarkennari.  Þannig er þetta líka í íþróttum, í upphafi stjórna foreldrarnir eða geta haft mikil áhrif á hvaða íþróttagrein er æfð og hversu mikið börnin æfa sig eða hve margar greinar eru stundaðar.  Innri áhuginn frá börnunum kemur aðeins seinna þegar færnin eykst.  En hvort er þá betra að stunda eina grein eða margar ef ég vil hjálpa barninu mínu að ná langt?

Í umræðunni um það hvort sé betra að stunda eina íþróttagrein eða margar gleymist oft að velta upp göllum þess að stunda margar greinar og umræðan verður einsleit og án gagnrýni og horfir bara á kostina við það að stunda margar greinar og fólk heldur þá kannski að til að ná langt í íþróttum verði lausnin að stunda nógu margar greinar á barns- og unglingsaldri.   Ég tek það fram að nú er ég að horfa á hvernig afreksíþróttamaður verður til og er því ekki að spá í þessa hluti út frá brottfalli o.s.frv.  Margir afreksmenn í mörgum greinum hafa orðið afreksmenn en bara stundað eina íþróttagrein. Tiger Woods, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jóhann Berg o.s.frv. voru bara í einni grein svo eru margir aðrir sem hafa stundað eina eða fleiri greinar með.  Það er ekki búið að finna upp formúlu til að búa til afreksíþróttafólk.

Að ná langt í íþróttum er ekki það sama og æfa íþróttir svo þar erum við að bera saman epli og appelsínur, iðkendur og afreksfólk.   Í rannsókn minni á gullaldarliðinu okkar í U21 landsliðinu sem nú er uppistaða A-landsliðs karla í fótbolta kemur eftirfarandi í ljós: Leikmenn U-21 landsliðsins byrjuðu nær allir á aldrinum 4-6 ára að æfa fótbolta, spiluðu langflestir upp fyrir sig á barns- og/eða unglingsárum, æfðu mikið eða mjög mikið aukalega utan hefðbundinna æfingatíma og prófuðu 1-2 aðrar íþróttagreinar (karfa, handbolti eða frjálsar vinsælust) en sneru sér svo alfarið að knattspyrnu þegar þeir voru 12-15 ára eða í síðasta lagi 16 ára gamlir. Lykilatriðið er að byrja snemma og að ein af íþróttagreinunum var fótbolti og sérhæfing hófst við unglingsaldur og ekki of seint.

Leikmaður í fótbolta sem byrjar að æfa knattspyrnu um 12 ára aldur getur ekki náð í allra fremstu röð í knattspyrnu. Ég bið þá sem eru ósammála mér um að nefna mér einn leikmann sem hefur náð í allra fremstu röð og byrjaði að æfa fótbolta um 12 ára aldur eða seinna, ég spái að þið finnið ekki einn einasta leikmann. Ástæðan er að 8-12 ára er mikilvægasti aldurinn til að læra flókna tækni (hreyfifærni) sem er svo mikilvægt að hafa vilji maður ná í fremstu röð í íþróttinni. Eftir 12 ára aldur minnkar geta okkar í að tileinka okkur þessa færni. Það er fínt að æfa fleiri en eina grein en viðkomandi verður ekki afreksmaður í fótbolta nema ein af þessum greinum sem stunduð er á barnsaldri sé fótbolti. Þetta er smá séns í kvennafótbolta en ekki í karlafótbolta því þar er miklu meiri samkeppni og fleiri tæknilega góðir leikmenn.

Foreldrar stjórna hvaða íþróttagrein barnið stundar, áhyggjuefnið á Íslandi er þó það að stór hluti stúlkna byrjar alltof seint að æfa fótbolta eða í 5.flokki og missa því að stórum hluta af því að stunda knattspyrnu þegar þær eru á besta hreyfinámsaldrinum og því takmarkast möguleikar þeirra á því að ná í fremstu röð seinna meir. Jafnframt er fjórðungur stúlkna yngri en 12 ára stúlkna hér á landi að æfa fótbolta hjá þjálfara sem hefur til þess enga þjálfaramenntun. Það takmarkar möguleika stúlkna á að ná í fremstu röð seinna meir enn frekar því tækniþjálfunin og þar af leiðandi grunnurinn verður ekki nógu góður. En stelpurnar geta æft sig sjálfar heima en fá oft til þess litla hvatningu.  Þar geta foreldrar hjálpað.

Foreldrar barna í knattspyrnu (og kannski ekkert síður í öðrum greinum) þurfa því oft að ákveða fyrir börnin sín hvort þau vilji gefa börnunum sínum tækifæri á að seinna meir verða afreksfólk í einhverri íþrótt og gæta þess vel að börnin æfi því þá íþrótt þegar hreyfinámsaldurinn er (8-12 ára í fótbolta).  Þá er áhuginn nefnilega stundum takmarkaður en kannski kemur hann seinna og þá getur orðið of seint að ætla að bæta upp skort á tæknilegri getu.  Þessi punktur gleymist oft í umræðunni um hvort betra sé að stunda eina íþróttagrein eða margar.

Einn mikilvægur punktur í umræðunni gleymist oft líka en hann er sá að ef barnið byrjar of seint að æfa íþróttina og missir af glugganum sem er besti hreyfinámsaldurinn mun barnið þegar það er eldra finna að færni þess er ekki nógu góð og að viðkomandi mun skynja að það geti ekki náð nógu langt í íþróttinni sem mun svo stuðla að brottfalli úr íþróttinni.

Í mínum huga er því lausnin að byrja snemma að auka hreyfifærni, leyfa barninu að prófa mismunandi greinar en halda alltaf tryggð við 1-2 greinar sem við viljum gefa barninu okkar meiri framtíðarmöguleika á að ná langt í.  Nýta vel besta hreyfinámsaldurinn með því að æfa tæknina vel svo við takmörkum ekki möguleika barnsins seinna meir að að ná í fremstu röð í íþróttinni ef það fær áhuga til þess seinna.

Tónlistarkennarinn sem lét barnið sitt æfa sig á hljóðfærið klukkutíma á dag vissi sínu viti og í dag er barnið þakklátt foreldri sínu fyrir þennan aga að láta barnið æfa sig daglega. Jú vinur minn missti út klukkutíma af leiktíma á dag af að leika við mig en ætli það sé ekki líka gaman að spila með hljómsveit fyrir fullum sal í Hörpunni, á Þjóðhátíð í Eyjum, spila með besta tónlistarfólki Íslands eða að upplifa þá innri gleði sem kemur frá því að hafa gríðarlega mikla færni á ákveðnu sviði?

Siggi Raggi

Posted in Uncategorized by Siggi Raggi. No Comments

85.000 heimsóknir á siggiraggi.is

Home page / Archives More stats 19,319
Þú getur breytt heiminum! More stats 11,838
Mamma, pabbi og stórkostlegar tilfinningar More stats 10,598
Hvað færðu fyrir 109 krónur? More stats 8,829
Hvernig urðu þeir bestir í heimi? More stats 4,712
Áfram Ísland! More stats 4,052
Takk fyrir allt Guðni More stats 2,537
Finndu það sem þú elskar að gera More stats 2,423
Má ég ekki taka aukaspyrnurnar? More stats 2,237
Engar afsakanir! More stats 1,784
Töfrakorterið More stats 1,477
Umsagnir More stats 1,366
Pistlar: More stats 1,331
Póstur frá hjartanu More stats 929
Fyrirlestrar í boði: More stats 830
Afrekin í lífinu okkar More stats 791
Hvernig á að búa til atvinnumann í knattspyrnu? More stats 787
Æfingin skapar meistarann! More stats 778
Hvernig vitum við hverjir munu skara fram úr? More stats 746
Ástríða er lykill að árangri More stats 631
Besta ár íslenskrar knattspyrnu More stats 567
How many of your players have a trick? More stats 553
Sýnishorn More stats 540
Hvað einkennir afreksfólk? Roy Keane vs. Paul Scholes More stats 535
Á ég að hringja í vælubílinn? More stats 446
Be a champion More stats 412
Við breyttum heiminum! More stats 409
Ég ætla að breyta íþróttinni minni More stats 403
Að mótivera fólk More stats 374
#1108 (loading title) More stats 269
Pantaðu fyrirlestur eða námskeið More stats 242
Ástríða er lykill að árangri More stats 231
Sagan mín More stats 229
Hvað get ég lært af U-21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu? More stats 214
Skrifaðu þína eigin sögu More stats 206
Hvað þarf til að ná árangri? – Fyrirlestur fyrir þig? More stats 203
Sigurvegarinn kemur ekki alltaf fyrstur í mark More stats 174
Ekkert er ómögulegt! More stats 155
Litli trommarinn More stats 139
Velkomin More stats 104
Hvernig kemst ég í landsliðið? More stats 104
Hvað viltu verða? More stats 86
Ráðstefna ÍSÍ og HÍ um afreksíþróttir More stats 67
Að læra af þeim bestu More stats 65
Music is my sport More stats 63
Ísland best í heimi? More stats 62
Fyrirlestur fyrir stjórnendur More stats 61
Follow your heart More stats 48
Til hamingju með afmælið More stats 44
Gleðilega hátíð! More stats 36
Vinsælustu pistlarnir á siggiraggi.is More stats 33
50.000 heimsóknir á siggiraggi.is More stats 31
Viltu fyrirlestur – Hvað þarf til að ná árangri? More stats 29
Námskeiðið mitt… More stats 27
siggiraggi.is fær frábærar viðtökur More stats 7
Að gera hlutina betur en aðrir More stats 3

.

Posted in Uncategorized by Siggi Raggi. No Comments

Póstur frá hjartanu

Fyrir rúmum mánuði síðan fékk ég þennan hjartnæma póst hér að neðan og fékk leyfi frá höfundinum Bjarka Má að deila honum með ykkur því í honum felst lærdómur um hvernig er hægt að takast á við mótlæti og erfiðleika í lífinu og ná markmiðum sínum.  Í kjölfarið hitti ég Bjarka Má og hjálpaði honum og mun halda því áfram svo lengi sem hann óskar eftir því.  Bjarki Már er staðráðinn í því að læra það sem hann hefur ástríðu fyrir í lífinu sem er eitt af því sem ég hef ráðlagt fólki hér á siggiraggi.is.  Pósturinn hans Bjarka var póstur frá hjartanu og er hugvekja til okkar allra um lífið og hvernig við tökumst á við það.

Njótið vel, Siggi Raggi.

Sæll Siggi Raggi,

Ég heiti Bjarki Már Ólafsson og er 19 ára strákur af Seltjarnarnesinu. Ég starfaði á Laugardalsvellinum í allt sumar í “vallargenginu”, ef þú manst eftir mér.
Ég hef lengi fylgst með þér og litið upp til þín, setið fyrirlestra hjá þér og lesið bloggið þitt reglulega. Mig langaði til þess að segja þér mína sögu og leita ráða hjá þér.
Ég hef spilað fótbolta síðan ég man eftir mér og hefur fótboltinn alltaf verið það sem skiptir mig mestu máli. 5 ára setti ég mér markmið (ótrúlegt en satt) að spila með Liverpool þegar ég yrði 18 ára og segja má að ég hafi alltaf frá því ég man eftir mér sett mér einhver markmið og unnið markvisst að þeim – þá einna helst þegar kemur að fótboltanum.
Ég var mjög ungur þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti að leggja rosalega hart að mér til þess að ná markmiðum mínum í lífinu, og ég lagði heldur betur mikið á mig til þess að ná þeim. Ég var kannski aldrei einn af þessum “bestu” í yngri flokkunum, en það gaf mér ennþá meiri hvatningu til að verða sá besti. Það var fyrst í 3. flokki þegar ég var til að mynda í fyrsta sinn í A-liði í flokknum mínum, en það var eitthvað sem ég hafði alltaf stefnt að.
Ég tók miklum framförum í 3. flokki og tók út mikinn þroska, en ég hafði verið mikið eftir á í þroska alla tíð, og var meðal annars gerður að fyrirliða liðsins og fór að spila upp fyrir mig í 2. flokkinn.
Ég hafði náð settum markmiðum, en þá setti ég mér ný, og þau voru kannski í takt við þau markmið sem ég hafði sett mér þegar ég var 5 ára gamall – ég ætlaði mér að komast að í atvinnumannaliði erlendis og ég ætlaði að komast í yngri landslið Íslands. Ég skráði niður aðferðir til þess að ná þessum markmiðum og setti tímasetningu hvenær ég skildi hafa náð þeim. Beitti svokallaðri 7-þrepa markmiðasetningu. Fyrir lok árs 2011 ætlaði ég að hafa náð báðum þessum markmiðum.
Í september 2011 var mér boðið út til Reading og æfði með þeim í 10 daga og gekk mér frábærlega. Fékk mikið hrós frá þeim þarna úti og ætluðu þeir að skoða möguleikann á að bjóða mér aftur út eftir áramótin.
Í október 2011 var ég boðaður á u19 ára landsliðæfingu í fyrsta skipti og gekk mér vel og hélt mér í hópnum þennan veturinn.
Í janúar 2012 meiddist ég illa og var meiddur meira og minna í heilt ár. Ég datt út úr landsliðinu og Reading ferðin var sett á hold. En ég setti mér þá bara ný markmið og hef ég náð þeim núna eftir erfið meiðsli.
(Bendi þér hér á viðtal sem var tekið við mig í kjölfarið:
Ég vann mig inní meistaraflokkshóp Gróttu og gekk vel undanfarið.
Í sumar fór ég fyrir 2. flokki Gróttu og spilaði mína fyrstu meistarafokksleiki.
Ég hafði sett mér ný markmið núna í vetur – að verða efnilegasti leikmaður 2. deildarinnar og ég veit að það hefði gengið eftir núna næsta sumar.
Í oktober síðastliðnum fór ég til hjartalæknis og í ljós kom að ég er með hjartasjúkdom sem heitir “hjartalokusjúkdómur” og ég neyðist til þess að fara í stóra aðgerð á næstunni, og hjartað á mér er illa farið.
Læknirinn sagði mér þá það sem ég óttaðist að heyra – að ég megi ekki halda áfram að spila fótbolta og að það geti skaðað hjartað mitt til langtíma ef ég héldi áfram af fullum krafti þar.
Þetta er það erfiðasta sem ég hef heyrt í öllu mínu lífi, og ég hef heyrt ýmislegt og gengið í gegnum ýmislegt erfitt í lífinu.
Undanfarinn mánuð hef ég samt sem áður verið að vinna í mínum málum og litið eins mikið á björtu hliðarnar og ég mögulega get.
Ég tók sjálfan mig í “naflaskoðun” og spurði mig hvað ég ætlaði þá að gera.
Svarið var einfalt. Mig langar til þess að verða besti þjálfari Íslands.
Nú leita ég ráða hjá þér. Hvernig get ég orðið besti þjálfari Íslands og hvað er það sem ég þarf að gera til þess að ná markmiðum mínum í þeim efnum?
Nú er ég að koma að þeim tímapunkti að velja mér háskólanám eftir menntaskóla. Hvaða nám myndi hjálpa mér best í þessum efnum og hjálpa mér að verða top class þjálfari? Hvert get ég farið til þess að afla mér þekkingar á þjálfun?
Takk kærlega fyrir að hafa gefið þér tíma í það að lesa þetta, ég met það mikils.
Kær kveðja
Bjarki Már
Posted in Uncategorized by Siggi Raggi. No Comments