siggiraggi.is fær frábærar viðtökur

Mig langar að þakka ykkur öllum kærlega fyrir sem hafa komið inná siggiraggi.is.

Í gær setti ég inn tölfræðiforrit til að sjá hversu margir koma inn á síðuna en síðan klukkan 16.00 í gær hafa komið 1.100 manns inn á síðuna .  Það er ótrúlega flott finnst mér.  Það er langt fram úr vonum því ég hef ekki auglýst síðuna neitt.  Treysti á ykkur í þeim efnum að ef ykkur finnst síðan góð að þið segið öðrum frá henni!

Þið megið endilega skrifa mér ef þið eruð með óskir eða skoðanir, það er hægt að bæta við “comments” eftir hvern póst og síðan verður meira lifandi og skemmtileg svoleiðis.  Ég mun reyna að svara eftir bestu getu.

En allavega takk kærlega fyrir mig og vonandi nýtist efnið ykkur og verður ykkur hvatning til góðra verka!

Siggi Raggi

Leave a Comment