50.000 heimsóknir á siggiraggi.is

Takk kærlega öll fyrir góðar viðtökur á þessari síðu en hún hefur núna fengið 50.000 heimsóknir síðan ég byrjaði með hana fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég hef sett inn pistla um hvað þarf til að ná árangri og margt annað sem mér hefur fundist áhugavert. Ég var í upphafi efins um hvort ég ætti að fara af stað með síðuna en í dag er ég ánægður með að hafa stigið þetta skref. . Ég hef sett inn pistla þegar ég hef haft tíma og sumir hafa vakið athygli og fengið fólk til að hugsa. Vinsælasti pistillinn fékk rúmlega 11.500 heimsóknir á 2 sólarhringum og hét “Þú getur breytt heiminum“.  Yfir 3.000 manns deildu þeim pistli á facebook.

Ég vona að síðan verði ykkur hvatning áfram.

Siggi Raggi

Leave a Comment