Siggi Raggi með fyrirlestur á youtube

Í fyrsta skipti er núna hægt að sjá hluta úr fyrirlestri hjá mér á youtube – Hvað þarf til að ná árangri? Vantar fyrirtækið þitt eða hópinn þinn peppfyrirlestur? Viltu verða betri í því sem þú ert að fást við? Viltu læra af þeim aðferðum sem afreksíþróttafólk hefur beitt til að ná betri árangri sem starfsmaður í þínu fagi? Hafðu samband við Sigga Ragga á siggiraggi73@gmail.com eða í síma 848-8040 og pantið fyrirlestur. Smellið á myndbrotið.

Posted in Uncategorized by Siggi Raggi. No Comments

Hugarfar þeirra bestu – Nýtt námskeið Sigga Ragga fyrir íþróttafólk með metnað (22-23.febrúar í Kópavogi)

Hvernig nálgast þau bestu íþróttina sína?  Hvaða leiðir fóru þau til að komast á toppinn?  Hvernig er hugarfarið þeirra?  Hvernig er hugarfarið þitt? Hvernig ferðu að því að bæta það?

Á námskeiðinu lærir þú:

  • Hvernig þau bestu nálgast íþróttina sína
  • Um þína persónulegu styrkleika og veikleika hugarfarslega
  • Hvernig er best að setja sér markmið og búa til leiðir út frá þeim til að ná árangri
  • Góð ráð til að efla sjálfstraust
  • Hvernig er hægt að þróa með sér vaxtarhugarfar og þrautseigju
  • Leiðir sem okkar besta íþróttafólk hefur farið til að ná árangri og hvernig þú getur tileinkað þér sömu aðferðir
  • Hvað rannsóknir segja um hugarfar þeirra bestu
  • Góð ráð frá þeim sem hafa náð í fremstu röð (góðir gestir koma í heimsókn, gefa af sér og svara spurningum)

Á námskeiðinu hittir þú íþróttafólk með metnað eins og þú til að ná langt.  Úr verður umhverfi sem hvetur þig áfram í að ná langt í þinni íþrótt með sérstakri áherslu á að efla hugarfarið og læra af þeim sem hafa náð langt í sinni íþrótt.

Skráning er hafin með því að smella á þennan tengil: https://goo.gl/forms/kVGH3HhnSwDP3R6r1

Ef spurningar, (siggiraggi73@gmail.com).  Takmarkaður þátttökufjöldi, fyrstur kemur fyrstur fær.

Verð: 29.900 kr.

Hvenær: Námskeiðið fer fram föstudaginn 22. febrúar kl 18:00-20:00 og laugardaginn 23.febrúar kl 13.00-17:00. 

Hvar? Námskeiðið fer fram í sal EMDR stofunnar á 3.hæð í Vallakór 4, 203 Kópavogur (sama hús og Krónan í Kórahverfinu). 

Fyrirlesari: Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Siggi Raggi), hefur lokið við UEFA Pro þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu.  Hann þjálfaði A-landslið kvenna í knattspyrnu í 7 ár og fór tvisvar með liðið í lokakeppni EM, í seinna skiptið alla leið í 8-liða úrslit sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi.  Siggi Raggi hefur líka þjálfað A-landslið kvenna hjá Kína og kom þeim í lokakeppni HM. 

Siggi Raggi var aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í 2 ár og hefur þjálfað í Pepsídeild karla í knattspyrnu.  Hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur lokið við mastersgráðu í íþróttasálfræði.  Siggi Raggi er eftirsóttur fyrirlesari hjá fyrirtækjum, íþróttafélögum og skólum auk þess sem hann tekur íþróttafólk í ráðgjöf. Hann hefur lengi velt fyrir sér hvað þarf til að ná árangri og lesið ótal bækur, fræðigreinar og rannsóknir um afreksárangur íþróttafólks og nýtt þau fræði í þjálfun og ráðgjöf við íþróttafólk.  Námskeiðið byggir á þessum fræðum.

Vantar þig pepp fyrirlestur?

Vantar þig, liðið þitt eða hópinn þinn pepp fyrirlestur?

Er starfsmannadagur framundan eða teymisvinna?

Viltu skerpa á starfinu og hjálpa starfsfólkinu þínu að ná betri árangri?

Ertu stjórnandi sem vilt ná betri árangri í því sem þú ert að fást við?

Viltu læra af öðrum sem hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði?

Hafðu samband og pantaðu fyrirlestur eða ráðgjöf í síma 848-8040 eða á www.siggiraggi73@gmail.com

Sigurður Ragnar Eyjólfsson var fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands 2002-2014 og byggði þar upp þjálfaramenntun KSÍ, hann þjálfaði A-landslið kvenna hjá Íslandi og koma þeim í 2 lokakeppnir Evrópumótsins og þar á meðal í 8 liða úrslit EM 2013 sem er besti árangur í sögu landsliðsins.  Siggi Raggi þjálfaði A-landslið kvenna hjá Kína í knattspyrnu og kom þeim í lokakeppni Heimsmeistaramóts kvenna árið 2019.  Hann er íþróttafræðingur að mennt og með mastersgráðu í íþróttasálfræði.  Sigurður Ragnar lék sem atvinnumaður í knattspyrnu í Englandi í öllum deildum nema þeirri efstu og lék líka í belgísku úrvalsdeildinni.  Hann hefur starfað sem kennari á háskólastigi í íþróttasálfræði og verið ráðgjafi afreksíþróttafólks eins og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur golfara á LPGA mótaröðinni en hún var valin íþróttamaður ársins 2017.  Sigurður Ragnar er vinsæll fyrirlesari hjá skólum, íþróttafélögum og fyrirtækjum.

Posted in Uncategorized by Siggi Raggi. No Comments

Betri heimasíða í vinnslu

Heimasíðan www.siggiraggi.is er í breytingarferli og ætlunin er að gera hana einfaldari, flottari og betri.  Ætlunin er að breyta útlitinu, jafnframt munu koma inn fleiri myndir og vídeó m.a. með brot úr fyrirlestrum til að gera síðuna skemmtilegri og meira lifandi.  Vonandi koma svo fleiri jákvæðar breytingar í kjölfarið.  Alls hafa 106.000 gestir heimsótt síðuna alls staðar að úr heiminum en síðan byrjaði sem hugmynd til að deila með fólki hvað þarf til að ná árangri og gefa fleirum kost á að fá um það fræðslu.  Fjölmargir aðilar hafa í gegnum tíðina haft samband í gegnum síðuna og pantað fyrirlestra.  Þannig hef ég haldið fyrirlestra allt frá því að vera fyrir bara 1 mann upp í að halda fyrirlestur fyrir 800 manns á Starfsmannadegi Landsbankans.  Þá hef ég haldið fyrirlestra bæði á íslensku, ensku og norsku og jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og út um allt land.  Ég hef haldið fyrirlestra fyrir fjölmörg landslið, skóla, fyrirtæki, starfsmenn, stjórnendur, hópa og stofnanir.  Ef þið hafið tillögur um hvað þið viljið sjá á síðunni eða viljið panta fyrirlestur getið þið sent mér póst á siggiraggi73@gmail.com eða hringt í síma 848-8040 Siggi Raggi.

Posted in Uncategorized by Siggi Raggi. No Comments

What explains the unbelievable success of Icelandic football?

My presentation given as invited speaker at the Norwegian Cup final seminar, November 20th 2015.    The unbelievable success of Icelandic football explained.  Tell me what you think…

 

Posted in Uncategorized by Siggi Raggi. No Comments