Námskeiðið mitt…

Að skapa öfluga liðsheild

Hvaða aðferðum er sniðugt að beita til að búa til öfluga liðsheild? Hver eru einkenni góðrar liðsheildar og hvað ber að varast þegar liðið er mótað? Hvað einkennir lið sem ná árangri og hvernig getum við aukið líkurnar á að ná árangri með liðið okkar?

Hvort sem um fyrirtæki eða stofnun er að að ræða eða íþróttalið þá eru grundvallarlögmálin þau sömu þegar kemur að mótun liðsheildar. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir hvernig má yfirfæra hugmyndafræði íþróttaliða í mótun liðsheildar yfir til fyrirtækja og stofnana og þannig hugsa út fyrir rammann.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hvað er mikilvægast að hafa í huga við mótun liðsheildar og hvað ber að varast?
• Markmiðssetning liðsins og draumar um að ná árangri.
• Mikilvægi þess að gera liðið þitt eftirsóknarvert.
• Hvernig er best að mótivera liðið þitt til árangurs?

Ávinningur þinn:

• Námskeiðið gefur þér hugmyndir og hjálp í því hvernig þú getur betur mótað „liðið“ þitt til að það nái betri árangri.
• Þú færð góða innsýn í þær aðferðir sem Sigurður Ragnar hefur beitt til að móta liðið sitt og þú getur nýtt á svipaðan hátt.
• Þú lærir af öðrum á námskeiðinu sem eru að fást við það sama þó þeir séu jafnvel að vinna í öðru starfsumhverfi.
• Námskeiðið er tækifæri til að mynda tengslanet og stuðning sem getur nýst þér að námskeiðinu loknu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar hvort sem er stjórnendum, millistjórnendum, mannauðsstjórum, þjálfurum eða öðrum sem eru að fást við að búa til liðheild eða vilja fræðast meira um efnið.

Kennari(ar):

Sigurður Ragnar er þekktur sem landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu og hefur búið þar til öfluga liðsheild sem hefur náð frábærum árangri. Siggi Raggi starfar jafnframt sem fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands og er eftirsóttur fyrirlesari hjá fyrirtækjum og íþróttafélögum. Hann hefur lokið við UEFA Pro þjálfaragráðu í knattspyrnu og hefur m.a. starfað sem stundakennari í íþróttasálfræði við Háskóla Íslands. Hann er eini knattspyrnuþjálfarinn sem hefur komið A-landsliði Íslands í lokakeppni stórmóts og nú síðast í 8-liða úrslit Evrópukeppni A-landsliða kvenna.

Skráningarfrestur :

24. september 2013

Kennsla / umsjón:

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, íþróttafræðingur, M.Sc. í íþróttasálfræði

Hvenær:

Þri. 1. okt. kl. 16:00-19:30

Hvar:

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Verð:

16.900 kr.

Leave a Comment