Hvað þarf til að ná árangri? – Fyrirlestur fyrir þig?

Margir hafa haft samband við mig undanfarið og pantað hjá mér fyrirlestur.  Meðal þeirra sem ég hef haldið fyrirlestra hjá undanfarið eru stjórnendur Lyfju, Keilir þekkingarmiðstöð, starfsfólk Reykjanesbæjar, iðkendur og þjálfarar UMFN, Sparnaður, Borgun, stjórnendur, þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar, Landsnet, Landsbankinn og fleiri.  Allir vilja reyna að ná betri árangri.

Síðustu mánuði hafa einstaklingar líka haft samband og spurt hvort þeir geti keypt af mér fyrirlestur sem þeir geta þá fengið sendan til sín í gegnum vefslóð.  Ég er að velta fyrir mér að bjóða upp á fyrirlestur til einstaklinga bráðlega til sölu sem heitir Hvað þarf til að ná árangri – Hugarfar sigurvegarans. Fyrirlesturinn er klukkutíma langur og nýtist öllum sem vilja ná betri árangri í starfi sínu, í íþróttum, námi eða hverju sem er.

Til að þetta gangi upp þarf ég að fá að vita c.a. hver margir myndu hafa áhuga á að kaupa fyrirlesturinn. Þið sem hafið áhuga megið þið senda mér póst á siggiraggi73@gmail.com svo ég sjái betur þann fjölda sem myndi hafa áhuga á að kaupa þennan fyrirlestur og ég gæti þá sent ykkur hann um leið og hann er klár.

Hér má sjá stutt brot úr þessum fyrirlestri hjá mér:

 

Hlakka til að heyra frá ykkur!
Siggi Raggi

Leave a Comment