Einstaklingsráðgjöf til íþróttafólks – Nýjung á siggiraggi.is

Ert þú metnaðarfullur íþróttamaður eða íþróttakona sem vilt vinna markvisst með hugarfarslega þætti til að hámarka árangurinn þinn eða til að stíga næsta skref í íþróttinni þinni?

Viltu ná í fremstu röð en einhver 1-2 hugarfarsleg atriði eru að hamla því að þú náir topp árangri?

Viltu einstaklingsráðgjöf sem er sérsaumuð að því hver þú ert og passar inn í prógrammið þitt?

Áttu við einhvers konar vandamál að etja sem eru að hamla þér við æfingar eða keppni?

Eða ertu góður en vilt verða ennþá betri í því sem þú ert að fást við?

Einstaklingsráðgjöf gæti verið málið fyrir þig.

Pantaðu tíma hjá mér og við hittumst og spjöllum og stefnum saman á að þú náir betri árangri í því sem þú ert að fást við.

 

Nokkur dæmi um efnisþætti sem ég hef verið að vinna með í einstaklingsráðgjöf:

 • Að bæta sjálfstraust
 • Að höndla streitu (stress)
 • Markmiðssetning fyrir einstaklinginn til árangurs
 • Ímyndunarþjálfun (sjónmyndaþjálfun, imagery)
 • Styrkleikagreining
 • Keppniskvíði/keppnisleiði
 • Mótivering – áhugahvöt
 • Andlegur undirbúningur fyrir æfingar og keppni
 • Sjálfstal
 • Ráðgjöf um næsta skref á íþróttaferlinum
 • Ráðgjöf og aðstoð við að komast í skóla til Bandaríkjanna á skólastyrk í knattspyrnu
 • Ráðgjöf um þjálfun
 • og margt fleira því engir tveir einstaklingar eru nákvæmlega eins…

Siggi Raggi menntun:

 • Íþróttafræðingur frá University of North Carolina at Greensboro
 • Hef lokið Mastersnámi í æfinga- og íþróttasálfræði frá University of North Carolina at Greensboro
 • UEFA Pro licence þjálfari frá enska knattspyrnusambandinu, hæsta stig menntunar í knattspyrnuþjálfun innan Evrópu

Siggi Raggi reynsla:

 • 7 ár A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu (2007-2013)
 • 12 ár fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands (2002-2013)
 • 1 ár þjálfari ÍBV í meistaraflokki karla í Pepsídeild 2014
 • Atvinnumaður í knattspyrnu í næstefstu deild í Englandi og efstu deild í Belgíu (1999-2002)
 • Ráðgjöf, kennsla og fyrirlestrahald hjá fyrirtækjum, íþróttafélögum, íþróttasamböndum, stjórnendum fyrirtækja o.s.frv. (2002-2014)
 • Ráðgjöf til íþróttafólks á öllum aldri og öllum getustigum, í fjölmörgum mismunandi íþróttagreinum (2002-2014)

 

Hafðu samband og vinnum saman í að gera þig betri!

Siggi Raggi

siggiraggi73@gmail.com

848-8040

 

 

 

Leave a Comment