Að mótivera fólk

Að mótivera fólk er bæði list og vísindi.  Á bakvið það eru ákveðin fræði og það er nauðsynlegt að hafa þann bakgrunn og þekkingu ef maður vill verða mjög góður í því að mótivera aðra.  Íþróttasálfræðin er fræðigrein sem stúderar áhugahvöt (motivation) í íþróttum.  Þegar ég lít tilbaka á þá þjálfara og kennara sem ég hafði sjálfur voru sumir þeirra þannig að maður hefði vaðið eld og brennistein fyrir þá á meðan aðrir höfðu lítil sem engin áhrif á mig.  Hvers vegna?  Hvað var það við þá sem fékk mig til þess að smitast eða mótiverast?

Margir halda að það að mótivera sé trix.  Þjálfarar vilja oft læra trix sem þeir geta sagt í hálfleik til að snúa leiknum við.  Þessi trix eru því miður ekki til.  Það sem gildir er að stúdera mannlega hegðun og gerast sérfræðingur í hvernig týpa viðkomandi leikmaður er og prófa sig áfram og sjá hvað virkar á viðkomandi einstakling.  Sumir mótiverast við að fá spark í rassinn, aðrir ekki.  Sumir mótiverast við að það sé öskrað á þá, hjá öðrum hefur það þveröfug áhrif.  Sumir mótiverast af rökum, aðrir ekki.  Sumir mótiverast af fyrirmyndum, aðrir ekki.  Sumir mótiverast af því að vera hluti af liðsheild, aðrir ekki.  Sumir mótiverast af keppni, aðrir ekki.  Svona mætti telja lengi áfram, það eru engir tveir alveg eins.  Að mótivera verður því sérstaklega snúið í liðsíþrótt því það sem þú segir og gerir hefur ekki sömu áhrif á alla leikmennina.

Það að mótivera fólk kalla ég stundum að smita fólk.  Að smita fólk af eldmóði, að fá það til að leggja meira á sig en það hefði gert.  Ein besta tilvitnun sem ég hef séð varðandi það að smita fólk og þar með hafa áhrif á það er tilvitnun frá Winston Churchill og er svona:

“Before you can inspire with emotion, you must be swamped with it yourself.  Before you can move their tears, your own must flow. To convince them, you must yourself believe.”

Þú þarft því að hafa ástríðu ef þú vilt smita fólk. 

Viltu panta fyrirlestur um hvað þarf til að ná árangri?  Hafðu samband.  siggiraggi73@gmail.com eða í síma 848-8040.

 

 

6 Responses to "Að mótivera fólk"

  • Kristín Lilja says:
  • Siggi Raggi says:
  • Kristín Lilja says:
  • Siggi Raggi says:
  • Kristín Lilja says:
  • Siggi Raggi says:
Leave a Comment