Á ég að hringja í vælubílinn?

Vorkennir þú stundum sjálfum þér?  Finnst þér lífið stundum erfitt, þjálfarinn ósanngjarn, veðrið ekki gott til æfinga, smá meiðsli að plaga þig eða ertu pínu þreyttur í dag og getur því ekki æft?  Finnst þér allt vera einhverjum öðrum að kenna að þú hefur ekki náð markmiðunum þínum, þjálfaranum, liðsfélögunum eða dómaranum?  Býrð þú þér  til afsakanir og falskar skýringar á af hverju þú náðir ekki  þeim árangri sem þú stefndir að?

Ég veit eitt gott ráð!  Settu hendurnar beint fram og hafðu þær útréttar.  Beygðu þær svo og færðu hnúana upp að augunum.  Nuddaðu svo augun og vældu hátt “Buhuhuhu!!”.  Ég skal svo hringja í vælubílinn.

Eða þú getur horft á þetta vídeó hér að neðan og séð að það er ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn og leggja ennþá harðar að sér, bera ábyrgð á þinni eigin frammistöðu.  Vertu besta útgáfan af sjálfum þér og ekki láta neitt takmarka þig.  Þá nærðu árangri!

 

Siggi Raggi

Leave a Comment