Heimasíðan www.siggiraggi.is er í breytingarferli og ætlunin er að gera hana einfaldari, flottari og betri. Ætlunin er að breyta útlitinu, jafnframt munu koma inn fleiri myndir og vídeó m.a. með brot úr fyrirlestrum til að gera síðuna skemmtilegri og meira lifandi. Vonandi koma svo fleiri jákvæðar breytingar í kjölfarið. Alls hafa 106.000 gestir heimsótt síðuna alls staðar að úr heiminum en síðan byrjaði sem hugmynd til að deila með fólki hvað þarf til að ná árangri og gefa fleirum kost á að fá um það fræðslu. Fjölmargir aðilar hafa í gegnum tíðina haft samband í gegnum síðuna og pantað fyrirlestra. Þannig hef ég haldið fyrirlestra allt frá því að vera fyrir bara 1 mann upp í að halda fyrirlestur fyrir 800 manns á Starfsmannadegi Landsbankans. Þá hef ég haldið fyrirlestra bæði á íslensku, ensku og norsku og jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og út um allt land. Ég hef haldið fyrirlestra fyrir fjölmörg landslið, skóla, fyrirtæki, starfsmenn, stjórnendur, hópa og stofnanir. Ef þið hafið tillögur um hvað þið viljið sjá á síðunni eða viljið panta fyrirlestur getið þið sent mér póst á siggiraggi73@gmail.com eða hringt í síma 848-8040 Siggi Raggi.
Related
“Það er einhver að reyna að ná í þig frá Kína!”
Hvernig var að þjálfa fótbolta í Kína? Þetta er spurning sem ég hef mjög oft fengið síðan ég flutti heim…
Continue ReadingFyrirlestrar sem eru í boði hjá Sigga Ragga – drífðu í að panta!
Vertu þinn eiginn þjálfari – taktu ábyrgð á þinni þjálfun! Þessi nýji og skemmtilegi pepp fyrirlestur fjallar um aðferðir sem…
Continue ReadingSiggi Raggi með fyrirlestur á youtube
Í fyrsta skipti er núna hægt að sjá hluta úr fyrirlestri hjá mér á youtube - Hvað þarf til að…
Continue ReadingHugarfar þeirra bestu – Nýtt námskeið Sigga Ragga fyrir íþróttafólk með metnað (22-23.febrúar í Kópavogi)
Hvernig nálgast þau bestu íþróttina sína? Hvaða leiðir fóru þau til að komast á toppinn? Hvernig er hugarfarið þeirra? Hvernig…
Continue Reading