Litli trommarinn

Í framhaldinu af síðasta pistli sem hét “Finndu það sem þú elskar að gera” fékk ég áhugaverðan póst sem ég fékk leyfi til að birta hér að neðan:

“Frábær pistill Siggi Raggi…takk fyrir :)
Hef svipaða sögu að segja af litlum tónlistarmanni…
Hann 8 ára gamall var búinn að tromma nánast frá fæðingu, svo eftir 2 vetra blokkflautunám sem var skylda þá stefndi hugurinn á trommurnar. Í tónlistarskólann var arkað til að skrá kappann en þá var svarið…iss hann er alltof ungur til að læra á trommur…kemur ekki til með að hafa neitt vald á kjuðum svona ungur og jarí jarí jarí…
Ok…þá var ákveðið að skrá hann á píanó. Hljóðfæri keypt og svo hófst námið…
Lítill áhugi…þurfti að minna hann á að æfa sig, minna hann á að fara í tíma og svo framv.
Eftir veturinn hugsaði ég…þetta gengur ekki, annað hvort fær drengurinn að læra á það sem hann þráir mest eða við getum gleymt tónlistarnámi. Hann sækir síðan um á sitt draumahljóðfæri þrátt fyrir “ráðleggingar” skólastjórans. Síðan hefur aldrei þurft að minna hann á að æfa sig, mæta í tíma né stúdera sitt nám ;)
Hann er búinn að læra allt á sitt hljóðfæri sem hægt er á Íslandi í dag og hugurinn stefnir lengra….
Ástríðan verður að vera til staðar í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur…það er bara þannig :)
Gangi þér áfram sem best…ert frábær !!”

Því má svo bæta við að litli trommarinn er orðinn stór í dag og heitir Þorvaldur Halldórsson og er hinn frábæri trommuleikari hljómsveitarinnar Valdimar sem er ein heitasta hljómsveitin á Íslandi í dag.  Snilli hans á trommurnar má heyra vel hér að neðan.

 

Leave a Comment