Hvernig kemst ég í landsliðið?

Ég fæ oft spurninguna hér að ofan. Spurningunni svara ég oftast svona og svarið má eflaust yfirfæra á margt annað en fótbolta svo kannski gagnast svarið þér.

Til að komast í landsliðið þarftu að hafa einhvern afgerandi styrkleika.  Hjá sumum er það tækni, hjá öðrum getur það verið hraði.  Hjá sóknarmanni getur það verið að skora mörk.  Allir leikmenn hafa misjafna eiginleika og engir tveir eru nákvæmlega eins.  Hafðu alltaf í huga hverjir styrkleikar þínir eru og reyndu alltaf að byggja á þeim á æfingum og í leikjum.  Gerðu það sem þú ert afgerandi góður í aftur og aftur.  Byggðu leikinn þinn upp á þínum styrkleikum.  Styrkleikar skila þér í landsliðsklassa.

Hverjir eru styrkleikarnir þínir?  Hugsaðu málið, skráðu niður 5 bestu styrkleikana þína og gefðu þér einkunn fyrir þá á bilinu 0-10.

Mundu að ef þú ætlar þér í landsliðið þarftu auðvitað líka að bæta úr veikleikum þínum svo þeir hafi ekki hamlandi áhrif á frammistöðu þína en styrkeikarnir skila þér í fremstu röð.  Gangi þér vel.

Siggi Raggi

Leave a Comment